812299
35
Zoom out
Zoom in
Vorherige Seite
1/39
Nächste Seite
OUTDOORCHEF.COM OUTDOORCHEF.COM
68 69
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
VIÐVÖRUN:
Aðeins til heimilisnotkunar.
Börn eldri en 8ára og einstaklingar með skerta líkamsgetu, skyngetu eða andlega getu og einstaklingar sem ekki hafa reynslu og/eða
þekkingu mega nota tækið, svo fremi sem þeir eru undir eftirliti aðila sem gætir öryggis þeirra eða að þeir hafi fengið tilsögn hjá viðkomandi
aðila um örugga notkun tækisins og þeim hafi verið gerð skýr grein fyrir hættunum. Börn mega ekki leika sér með tækið. Börn mega ekki
annast þrif eða notendaviðhald án eftirlits.
Hafa verður eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
Ekki má nota viðarkol eða annað brennanlegt eldsneyti á grillið. Það gæti valdið eldsvoða. Eldurinn gæti valdið ótryggu ástandi í grillinu
ogskemmt það.
Grillið er aðeins ætlað til notkunar utandyra.
Hindrið að grillið komist í snertingu við eldfim efni svo sem pappír, klúta, íðefni o.s.frv. og staðsetjið grillið ekki nálægt hlutum sem brenna
auðveldlega svo sem gardínum, skilrúmum, viði, heyi, þurrum runnum o.fl.
Tengið og notið tækið aðeins í samræmi við upplýsingarnar sem gefnar eru upp á upplýsingaplötunni.
Eingöngu má nota tækið ef rafmagnssnúran, innstungan og tækið eru óskemmd. Prófið fyrir hverja notkun. Tengið alltaf hitaelementið
viðhitastillinn áður en rafmagnssnúran er tengd við innstungu. Táknið „UP“ á hitaelementinu þarf að vera læsilegt.
VARÚÐ: Gætið þess að rafmagnssnúran klemmist ekki eða nuddist við hvassar brúnir.
Ekki er hægt að skipta um rafmagnssnúruna á tækinu. Ef snúran skemmist skal farga tækinu.
Gangið ávallt úr skugga um að rétt spenna (220-240 V) sé á innstungunni. Innstungan verður einnig að henta fyrir kerfi með orkunotkun
ábilinu 1800-2200 vött.
Ekki nota grillið með hitastilli sem er með bilaðri snúru eða kló.
Tengið tækið eingöngu við jarðtengda innstungu.
Ef innstungan er skemmd má ekki taka tækið í notkun.
Gangið úr skugga um að engin önnur orkufrek tæki séu tengd við sömu straumrás meðan grillið er í notkun.
Takið klóna úr sambandi eftir hverja notkun eða ef um bilun er að ræða. VARÚÐ: Togið í klóna en ekki snúruna.
Haldið rafmagnssnúrunni frá heitum hlutum.
Ekki snerta rafmagnsklóna með blautum höndum.
Notið grillið aðeins á láréttum og traustum fleti.
Ekki færa grillið á meðan það er í notkun.
Skiljið tækið aldrei eftir án eftirlits meðan það er í notkun.
VARÚÐ: Hlutar grillsins geta orðið mjög heitir. Haldið grillinu því fjarri ungum börnum og gæludýrum.
Notið hlífðarhanska þegar komið er við heita hluti.
Eftir að slökkt hefur verið á tækinu helst það heitt lengi á eftir. Gætið þess að brenna ykkur ekki og setja enga hluti á grillið, það skapar
eldhættu.
Haldið grillinu í 3 m lágmarksfjarlægð frá vatni eins og sundlaugum eða tjörnum, þannig að vatn skvettist ekki á grillið eða það geti fallið
ívatnið.
Ekki nota grillið í rigningu þar sem það er raftæki.
Til að forðast hættur skulu eingöngu aðilar frá þjónustudeild viðurkennds sölu- eða samstarfsaðila sinna viðgerðum á tækinu.
Óheimilt er að breyta meðfylgjandi upprunalegum hlutum frá framleiðanda.
Ef þörf krefur skal aðeins nota jarðtengda framlengingarsnúru fyrir lágm. 10 A (230 V) straumstyrk (þvermál snúru að lágm. 1,5 mm) og
ganga úr skugga um að ekki sé hægt að hrasa um hana eða tækið.
Notið eins stutta framlengingarsnúru og hægt er.
Tengið aldrei saman tvær eða fleiri framlengingarsnúrur.
Ekki leggja rafmagnssnúruna yfir gangvegi.
Aldrei má dýfa grillinu, hitaelementum eða rafmagnssnúrunni í vatn eða vökva við þrif: Hætta er á slysum, eldsvoða og raflosti.
Ef tækið er rakt eða hefur blotnað skal taka það tafarlaust úr sambandi við innstungu. Ekki snerta vatnið.
Takið rafmagnsklóna úr sambandi áður en hitaelementið er tekið úr grillinu.
Stillið hitastillinn og aðalrofann á „O“, einnig þegar grillið er ekki notað í stuttan tíma.
Fitusafnbakkinn verður alltaf að vera í grillinu meðan það er í notkun.
Hreinsið fitusafnbakkann reglulega.
Ekki geyma grillið utandyra.
Látið tækið kólna alveg eftir notkun og áður en það er þrifið eða sett í geymslu.
Ekki nota rafmagnsgrillið sem miðstöð eða til að þurrka blaut föt.
Ekki nota grillið innandyra eða fyrir hefðbundna matreiðslu.
Ef eldtunga kemur upp í grillinu má ekki slökkva eldinn með vatni. Slökkvið á grillinu. Takið rafmagnssnúruna úr sambandi og bíðið þar til
grillið hefur kólnað.
Notið grillið eingöngu samkvæmt lýsingu í þessum leiðbeiningum. Öll önnur notkun sem ekki er lýst í þessum leiðbeiningum getur leitt til
eldsvoða, raflosts eða annarra slysa og skemmda.
Þetta tæki samræmist tæknistöðlum og reglugerðum um öryggi rafeindabúnaðar.
Leitið til söluaðila vegna varahitastillis. Hitastillirinn er sérstaklega hannaður fyrir þetta grill.
KOSTURINN VIÐ OUTDOORCHEF RAFMAGNSKÚLUGRILLIÐ
OUTDOORCHEF-kúlugrillið er nýjung í hópi rafmagnsgrilla. EASY REFLECT filman sér til þess að hitinn dreifist jafnt og gerir kleift að grilla
áháum hita allt að 300°C.
Fitudropar og kryddlögur gufa upp af álfilmunni og gefa grillmatnum hefðbundið grillbragð.
Álfilman sem hægt er að skipta um veitir EASY REFLECT vörn gegn grillsafa sem drýpur niður.
Safinn sem lekur af grillmatnum safnast fyrir í fitusafnbakkanum.
Með hitastillingunni er einnig hægt að elda við lágt hitastig (roastbeef, steikur o.fl.).
NOTKUN
Skiljið OUTDOORCHEF-rafmagnsgrillið aldrei eftir án eftirlits meðan það er í notkun.
Óheimilt er að breyta meðfylgjandi upprunalegum hlutum frá framleiðanda.
Hvers kyns breytingar á grillinu geta leitt til slysa.
Áður en grillið er notað skal skoða snúruna, klóna og stilli hitaelementsins með tilliti til skemmda og slits.
Ekki er mælt með því að nota framlengingarsnúru. Ef ekki verður hjá því komist að nota framlengingarsnúru skal nota eins stutta snúru og
kostur er. Haldið tengjum þurrum og frá jörðu. Látið snúruna ekki hanga fram af borðbrúninni þannig að hætta sé á að einhver hrasi um hana
eða að börn togi í hana. Notið eingöngu framlengingarsnúrur sem leyfðar eru til notkunar utandyra og eru merktar með samsvarandi hætti.
Þegar grillið er notað í fyrsta sinn getur það gefið frá sér dálitla brunalykt. Lyktin stafar af bruna á smurefnisleifum í hitaelementinu. Af þessu
stafar engin hætta.
Vegna eldhættu og hættu á raflosti skal ávallt láta viðurkennda rafvirkja sjá um að leggja nýjar raflagnir eða koma fyrir nýjum innstungum.
Ef innstungur eru ekki jarðtengdar rétt getur það valdið raflosti.
Hreinsið grillgrindina og grillflötinn eftir hverja notkun.
Komið rafmagnskúlugrillinu fyrir á sléttum og traustum fleti þar sem ekki er hætta á að það velti. MIKILVÆGT: Setjið tækið ekki á, undir eða
nálægt hlutum sem eru eldfimir eða viðkvæmir fyrir hita.
OUTDOORCHEF-rafmagnsgrill eru ekki ætluð til notkunar á tómstundafarartækjum, húsbílum og/eða bátum!
Allur grillflöturinn hitnar mjög mikið við notkun. Skiljið grillið aldrei eftir án eftirlits. Fjarlægið allt eldfimt efni í 60 cm radíus.
Fyrir hverja notkun skal athuga hvort fita er í fitusafnbakkanum. Fjarlægja skal fituna svo eldur blossi ekki upp.
Til að fyrirbyggja raflost skal gæta þess að dýfa klónni, snúrunni, hitaelementinu og hitastillinum ALDREI í vatn eða annan vökva.
Halda skal rafmagnssnúrum í öruggri fjarlægð frá heitum flötum.
Gætið þess að eldfimar lofttegundir, eldfimur vökvi, s.s. bensín og alkóhól, og annað eldfimt efni komist ekki í snertingu við grillflötinn.
35

Brauchen Sie Hilfe? Stellen Sie Ihre Frage.

Forenregeln

Missbrauch melden von Frage und/oder Antwort

Libble nimmt den Missbrauch seiner Dienste sehr ernst. Wir setzen uns dafür ein, derartige Missbrauchsfälle gemäß den Gesetzen Ihres Heimatlandes zu behandeln. Wenn Sie eine Meldung übermitteln, überprüfen wir Ihre Informationen und ergreifen entsprechende Maßnahmen. Wir melden uns nur dann wieder bei Ihnen, wenn wir weitere Einzelheiten wissen müssen oder weitere Informationen für Sie haben.

Art des Missbrauchs:

Zum Beispiel antisemitische Inhalte, rassistische Inhalte oder Material, das zu einer Gewalttat führen könnte.

Beispielsweise eine Kreditkartennummer, persönliche Identifikationsnummer oder unveröffentlichte Privatadresse. Beachten Sie, dass E-Mail-Adressen und der vollständige Name nicht als private Informationen angesehen werden.

Forenregeln

Um zu sinnvolle Fragen zu kommen halten Sie sich bitte an folgende Spielregeln:

Neu registrieren

Registrieren auf E - Mails für Outdoorchef Chelsea 420 E wenn:


Sie erhalten eine E-Mail, um sich für eine oder beide Optionen anzumelden.


Andere Handbücher von Outdoorchef Chelsea 420 E

Outdoorchef Chelsea 420 E Installationsanweisung - Alle Sprachen - 2 seiten


Das Handbuch wird per E-Mail gesendet. Überprüfen Sie ihre E-Mail.

Wenn Sie innerhalb von 15 Minuten keine E-Mail mit dem Handbuch erhalten haben, kann es sein, dass Sie eine falsche E-Mail-Adresse eingegeben haben oder dass Ihr ISP eine maximale Größe eingestellt hat, um E-Mails zu erhalten, die kleiner als die Größe des Handbuchs sind.

Ihre Frage wurde zu diesem Forum hinzugefügt

Möchten Sie eine E-Mail erhalten, wenn neue Antworten und Fragen veröffentlicht werden? Geben Sie bitte Ihre Email-Adresse ein.



Info